Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Uppstigningardagur var haldinn hátíðlegur á Mýrdalsjökli þegar vetrarákoma jökulsins var mæld. Myndarlegur hópur félaga JÖRFÍ hélt snemmdegis á jökulinn og boruðu þar þrjár afkomuholur jafnframt sem reynt var að leggja mat á öskudreifinguna á jöklinum frá gosinu í Eyjafjallajökli. Mikil aska var syðst á jöklinum en minnkaði heldur eftir því sem norðar dró en jökulinn var mjög ósléttur og ferðin sóttist seint. Að jafnaði mældist vetrarákoman um 20-30% minni en síðustu ár. Síðasti hluti hópsins var kominn aftur í bæinn eftir nær 20 klukkustunda ferð.
Eitthundraðastaogsautjánda fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins hefur nú litið dagsins ljós og má nálgast hér.
Meðal efnis:
Eldgos í Eyjafjallajökli
Stækkun nýja-skála í Jökulheimum
Skipulagning slóða við Jökulheima
Sumarferð í Þórsmörk
Af aðalfundi í febrúar sl.
60 ára afmælishátíð JÖRFÍ á haustdögum
Mynd: MTG
Mynd: MTG
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 11.maí 2010 kl. 20 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Sigrún Hreinsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson flytja erindi í máli og myndum um umbrotin í Eyjafjallajökli undanfarið.
Nánar um fundinn og félagsmál í nýútkomnu fréttabréfi sem má nálgast hér.