Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Eftirfarandi tilkynning barst frá Surtseyjarfélaginu:
Surtseyjarfélagið ásamt fleiri aðilum standa að 50 ára afmælis- og vísindaráðstefnu Surtseyjar í Reykjavík dagana 12.-15. ágúst 2013. Um verður að ræða opna, alþjóðlega ráðstefnu. Opnað var fyrir skráningu á ráðstefnuna þann 15. febrúar og mun forskráning á afsláttargjaldi standa til 1. apríl. Síðustu forvöð til að senda inn útdrátt er 1. maí. Allar upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast í gegnum heimasíðu Surtseyjarfélagsins (www.surtsey.is).
Þótt aðalefni ráðstefnunnar verði umfjöllun um eldfjallaeyjar þá verður sjónarhornið víðara og rúm fyrir rannsóknir er tengjast m.a. einangrun, þróun, landnámi og framvindu á landi, í hafi og vötnum. Áhugasamir eru hvattir til þátttöku í ráðstefnunni og til að kynna þar rannsóknir sínar með erindum eða á veggspjöldum.
Í kjölfar ráðstefnunnar verða gefin út sérhefti með greinum frá henni. Boðið verður upp á að birta greinar í ritinu BioGeoSciences og Surtsey Research (sjá nánar í kynningarbréfi á vef Surtseyjarfélagsins).
Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20. Að loknum aðalfundarstörfum segir Ólafur Ingólfsson frá jöklunarsögu Svalbarða og Barentshafs.
Á aðalfundinum verður jafnframt til sölu nýútgefinn hljóð- og mynddiskur í tilefni þess að Sigurður Þórarinsson hefði orðið 100 ára á nýliðnu ári. Upplýsingar um útgáfuna og hvernig má nálgast diskinn eru á vefsíðu sem vísað er í hér til hægri og í nýútkomnu fréttabréfi.
Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á sumarið er hér að neðan. Munið ennisljósin og gönguskíðin eftir því sem við á!
Dags. | Áfangastaður | Brottför |
5. feb. | Kársnes | Nesti Fossvogi |
19. feb. | Elliðaárdalur | Félagsheimili |
5. mars | Bláfjöll | Shell Vesturlandsvegi, skíðaganga |
19. mars | Rauðhólar | Shell Vesturlandsvegi |
6. apríl | Auglýst síðar | Skíðaganga, brottför kl. 10 á laugardegi |
16. apríl | Hvaleyrarvatn | N1 við lækinn í Hafnarfirði |
30 apríl | Keilir | N1 við lækinn í Hafnarfirði |
18. maí | Suðurstrandarv. | Nesti Fossvogi kl. 10 á laugardegi |
28. maí | Úlfarsfell | Shell Vesturlandsvegi |
11. júní | Viðey | Sundahöfn, tímasetning auglýst síðar |
Sumarfrí | ||
20. ágú. | Helgufoss | Shell Vesturlandsvegi |