Nýtt fréttabréf og aðalfundur

Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér.

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20. Að loknum aðalfundarstörfum segir Ólafur Ingólfsson frá jöklunarsögu Svalbarða og Barentshafs.

Á aðalfundinum verður jafnframt til sölu nýútgefinn hljóð- og mynddiskur í tilefni þess að Sigurður Þórarinsson hefði orðið 100 ára á nýliðnu ári. Upplýsingar um útgáfuna og hvernig má nálgast diskinn eru á vefsíðu sem vísað er í hér til hægri og í nýútkomnu fréttabréfi.