Haustfundur JÖRFÍ, nýtt fréttabréf og næsta GJÖRFÍ-ferð
Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Magnús Tumi Guðmundsson flytur erindi um gosið í Grímsvötnum síðastliðið vor og Guðbjörn Þórðarson segir frá skálasmíðum í Jökulheimum í máli og myndum.
Nýtt fréttabréf JÖRFÍ má finna hér.
Gönguferðir GJÖRFÍ eru hafnar á ný og næst verður gengið um Heiðmörk þriðjudaginn 18. október. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá stóra bílastæðinu rétt áður en komið er að norska bústaðnum í Heiðmörk. Munið vasa- eða ennisljós og haustfundinn sama kvöld kl. 20.