Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vegna Covid-19 og takmarkana á samkomum þá heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund. Þess í stað verður fræðsluerindi Joaquín Muñoz-Cobo um jöklabreytingar 1945 – 2017 streymt á netinu. Streymið hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 5. maí 2020, og verður erindið aðgengilegt um tíma eftir að beinu streymi lýkur. Leiðbeiningar um hvernig tengjast á streyminu verða birtar hér á vefsíðunni þegar nær dregur.

Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Aðalfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00.

Að loknum aðalfundarstörfum þá mun Halldór Ólafsson segja í máli og myndum frá upphafsárum félagsins, Jóni Eyþórssyni stofnanda þess og því fólki sem með honum starfaði.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum mun Magnús Tumi Guðmundsson segja frá ferð Svíanna Wadell og Ygberg í Grímsvötn 1919, fyrir réttum 100 árum, en það er fyrsta ferð í Grímsvötn sem sögur fara af. Eftir kaffihlé mun Sverrir Hilmarsson sýna myndir frá ferðum um jökulbreiður Suðurskautslandsins.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.