Önnur gönguferð GJÖRFÍ

Forkólfar GJÖRFÍ vilja minna á aðra gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður annað kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 24. maí. Gengið verður um Búrfellsgjá í Heiðmörkinni og fararstjóri verður Magnús Hallgrímsson. Gangan hefst kl. 18 við bílastæði við Hjallaenda, en til að komast þangað þarf að fara framhjá Vífilsstöðum, suður fyrir Vífilsstaðavatn og inn í Heiðmörkina. Sem fyrr verður gönguferðin á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Lesefni um göngusvæðið má t.d. nálgast hér.

Fyrsta gönguferð GJÖRFÍ í vor

Við minnum á fyrstu gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður í kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 10. maí. Brottför er kl. 18 frá Straumi við Straumsvík. Gönguferðin mun vera létt og á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Forkólfar GJÖRFÍ vísa í þessa vefsíðu til frekari fróðleiks um göngulandið.

Vorfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins er erindi Tómasar Jóhannessonar: „Mælingar á yfirborði og yfirborðsbreytingum íslenskra jökla með leysimælingum“.

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ má finna hér.

Aðalfundur JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um efni fundarins er í fréttabréfi.

Fréttabréf JÖRFÍ – Febrúar 2011

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ má finna hér.