Dagskrá GJÖRFÍ til hausts 2020

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson (sími 822-2581) og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.

Dags.ÁfangastaðurBrottför
20. febrúarKópavogsdalurDigraneskirkja
5. marsElliðaárdalurRafveituheimilið
19. marsLaugardalurÁskirkja
2. aprílStraumurN1 Hafnarfirði
16. aprílRauðavatnMbl, hádegismóum
30. aprílHeiðmörkVífilsstaðahlíð
14. maíBúrfellsgjáHeiðmörk
28. maíHvaleyravatnN1 Hafnarfirði
Sumarfrí

6. ágústMosfellMosfellskirkja
20. ágústHelgufossGljúrfrasteinn
3. septemberÚlfarsfellÚlfarsárdalur
17. septemberTröllafoss

Upplýsingar um árshátíðina

Nú eru einungis 4 dagar í partý ársins!

Árshátíðin verður haldin á laugardaginn 16. nóvember og er mæting í fordrykk kl. 18 í Öskju, húsi Háskóla Íslands. Þaðan verður svo rúta sem mun keyra okkur að veislusalnum þar sem dýrindis kvöldverður verður á boðstólnum ásamt mikilli gleði og söng.

Það verður enginn bar í veislunni, kjörið tækifæri til að taka með sína uppáhalds drykki til að súpa á allt kvöldið.

Miðasalan er enn í fullum gangi og hægt er að kaupa miða á 6500 kr. hjá Baldri (s. 773-4045), Dísu (s. 525-5862) og Garðari (s. 893-0785).

Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum mun Magnús Tumi Guðmundsson segja frá ferð Svíanna Wadell og Ygberg í Grímsvötn 1919, fyrir réttum 100 árum, en það er fyrsta ferð í Grímsvötn sem sögur fara af. Eftir kaffihlé mun Sverrir Hilmarsson sýna myndir frá ferðum um jökulbreiður Suðurskautslandsins.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð 2019!

Dagskrá GJÖRFÍ fram að áramótum

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.

Dags.ÁfangastaðurBrottför
19. sept.MosfellMosfellskirkja
3. okt.ÚlfarsfellÚlfarsárdalur
17.okt.FossvogsdalurBorgarspítali (austanmegin)
31. okt.KorpúlfsstaðirKorpúlfsstaðir (vestanmegin)
14. nóv.LaugardalurÁskirkja
28. nóv.NauthólsvíkNauthóll
12. des.VatnsmýriNorræna húsið
2. jan.SeltjarnarnesGrótta