Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum mun Magnús Tumi Guðmundsson segja frá ferð Svíanna Wadell og Ygberg í Grímsvötn 1919, fyrir réttum 100 árum, en það er fyrsta ferð í Grímsvötn sem sögur fara af. Eftir kaffihlé mun Sverrir Hilmarsson sýna myndir frá ferðum um jökulbreiður Suðurskautslandsins.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð 2019!