Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Á fundinum ræða Hrafnhildur Hannesdóttir og Snævarr Guðmundsson í máli og myndum um breytingar á skriðjöklum Vatnajökuls á Suðausturlandi og landbreytingar framan þeirra frá lokum 19. aldar.
Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.