Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Á fundinum flytur Ólafur Ingólfsson erindi um ísaldarjökulinn á Íslandi og Hallgrímur Magnússon segir frá fjögurra vikna skíðaferð um austurfjöll Grænlands.
Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.