Vorfundur og nýtt fréttabréf
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 2. maí kl. 20:00.
Magnús Tumi Guðmundsson mun fjalla um Grímsvötn, eldgosin og jarðhitann þar, og tilveru jöklahúsa á tindi virkasta eldfjalls Íslands. Einnig verður sýnd kvikmyndin: „Jökull – húsið á fjallinu“, gerð af Sigmundi Ríkharðssyni og Jóni Kjartanssyni um flutning skála á Grímsfjall 1987. Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.