GRÍMSVATNAGRALLARI
Á árinu 2013 réðst Jöklarannsóknafélagið í að endurprenta Grímsvatnagrallarann, hefti með sönglögum jöklamanna, sem hafði um hríð aðeins verið til í fáum eintökum hjá félaginu. Hinum upprunalega Grallara var því komið á stafrænt form og ritaður nýr formáli framan við hann, áður en heftið var endurprentað. Að öðru leyti er heftið eins og upprunalegi Grallarinn.
Nýja heftið er til sölu hjá félaginu og kostar kr. 2.000,- en greiða þarf með reiðufé.