Yfirlit yfir fréttir og færslur skrifaðar á vef félagsins

Nothing Found

Sorry, no posts matched your criteria

Aðalfundur og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum mun Valdimar Leifsson sýna stutta kvikmynd um Esjufjöll en myndin heitir „Blómagarður jökulsins“ og er ein af fjórum stuttum myndum um Vatnajökul sem Valdimar hefur gert fyrir sjónvarp.

Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.

Barnabók um jökla, ís og loftslagsmál

Helgi Björnsson jöklafræðingur og heiðursfélagi JÖRFÍ hefur skrifað barnabók um jökla, ís og loftslagsmál. Tilvalin til jóla- og afmælisdaga til barna og allra sem eru ungir í anda. Félagar í JÖRFI mega leita til Jóns Gunnars Þorsteinssonar hjá Vísindavef HÍ ( jongth@hi.is) og fengið bókina á kr. 3.150. Hann situr á 3. hæð í Tæknigarði.