Yfirlit yfir fréttir og færslur skrifaðar á vef félagsins
Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Árshátíð og fræðslufundur um sporðamælingar JÖRFÍ þann 19. nóv.
Við minnum á árshátíð JÖRFÍ sem haldin verður næstkomandi laugardag, 19. nóvember.
Eins fram kom í síðasta fréttabréfi verður samráðs- og fræðslufundur um sporðamælingar Jörfi haldinn þann 19. nóvember næstkomandi, sama dag og árshátíð félagsins.
Fundurinn verður á 3. hæð í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, og er dagskrá hans er eftirfarandi:
14:00 Skafti Brynjólfsson: Saga Drangajökuls á nútíma
14:30 Snævarr Guðmundsson: Breytingar á skriðjöklum sunnanverðs Vatnajökuls frá lokum Litlu ísaldar
15:00 Oddur Sigurðsson: Nýhorfnir jöklar
15:15 Tómas Jóhannesson: Risarnir eru farnir að bæra á sér. Hraðvaxandi breytingar á Grænlandsjökli og Suðurskautsjöklinum
15:30 Bergur Einarsson: Sporðamælingar Jörfi og vefurinn spordakost.is
15:45 Tómas Jóhannesson: Framtíðarfyrirkomulag sporðamælinga Jöklarannsóknafélagsins
16:00 Umræður í hálfa til eina klst.
Frekari upplýsingar má finna í nýútkomnu fréttabréfi Jörfí sem nálgast má
hér.
Allir félagar Jörfi og aðrir áhugamenn um jökla og jöklabreytingar eru velkomnir á fræðslufundinn og þeir sem vilja geta jafnframt tekið þátt í umræðum á eftir um framtíðarfyrirkomulag mælinganna. Minnisblað með hugleiðingum um framtíðarfyrirkomulag mælinganna er að finna hér.
Árshátíð JÖRFÍ
Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóvember. Hátíðin hefst að venju með fordrykk klukkan 18:00 en fordrykkurinn verður að þessu sinni hjá Ellingsen. Að fordrykk loknum þá ekur rúta með árshátíðargesti að veislustaðnum þar sem við tekur hefðbundin hátíðardagskrá. Veglegir happdrættisvinningar.
Miðaverði er í hóf stillt, aðeins kr. 6.500,-. Miðar fást hjá Leifi Þorvaldssyni í Hellu í Hafnarfirði, Tómasi Jóhannessyni á Veðurstofu Íslands og Finni Pálssyni á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Endilega takið daginn frá fyrir mesta fjör ársins!
Haustfundur og nýtt fréttabréf
Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 25. október kl. 20:00.
Á fundinum mun Ívar Örn Benediktsson segja frá rannsóknum sínum á landmótun og sögu Múlajökuls. Að kaffihléi loknu sýinr Gunnlaugur Þór Pálsson nýja íslenska heimildamynd „Jöklaland – veröld breytinga“. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.