Yfirlit yfir fréttir og færslur skrifaðar á vef félagsins

Nothing Found

Sorry, no posts matched your criteria

„13. september“ ferð í Jökulheima/Tungnaáröræfi

Áhugi er fyrir því að endurvekja „13. september“ ferð Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheima og nágrenni. Eftir snarpa áhugakönnun í facebook-hóp félagsins er afráðið að láta slag standa og blása til öræfaferðar helgina 21.-23. september nk.

Brottför verður frá Reykjavík kl. 18 föstudagskvöldið 21. sept. og ekið í Jökulheima, þar sem gist verður báðar næturnar. Opinber dagskrá laugardagsins hljóðar upp á göngu frá Sylgjufelli meðfram Tröllagígum. Göngufólk myndi fara á jeppum norður að Sylgju. Þaðan eru um 12 km (rúmlega áætlað) vestur að Dór, þar ætlunin er að göngunni ljúki. Ef hópnum verður skutlað alla leið upp að Sylgjufelli, mun leiðin lengjast um u.þ.b. 5 km. Heildarvegalengdin gæti teygst í 20 km ef hópurinn verður þannig bílaður að ganga þurfi áleiðis til baka frá Dór.

Að sjálfsögðu getur fólk líka komið með í Jökulheima án þess að ætla að labba, og haft sína hentisemi yfir daginn. Skutl og „sæk“ þarf að skipuleggja, og verður útfært þegar nær dregur, þegar fjöldi þátttakenda og bílakostur liggur fyrir. Engar ofurbifreiðar þarf til að komast norður að Sylgju.

Grillað verður á laugardagskvöld og eitthvað einfalt gert á heimleið á sunnudegi, t.d. að ganga á Dreka.

Verðið verður einungis beinn kostnaður; skálagjaldið og sameiginlega grillið. Þá er gert ráð fyrir að farþegar bíla taki þátt í eldsneytiskostnaði. Nokkrar sögur frá Hlyni í kaupauka…

Afar gaman væri að ná saman góðum hóp! Skráning hjá Hlyni og Íbí sem fyrst, en eigi síðar en 13. september.

Sjáumst vonandi fleiri en færri!!

Með góðri kveðju
Undirbúningsnefndin: Hlynur og Íbí ?

Hlynur Skagfjörð Pálsson
hlynursp@gmail.com
s. 893-0336

Ingibjörg Eiríksdóttir
ibi.flandur@gmail.com
s. 8998767

Sumarferð JÖRFÍ 10.-12. ágúst

Sumarferð JÖRFÍ verður farin helgina 10. – 12. ágúst.

Brottför verður úr bænum kl. 13 á föstudeginum fyrir þá sem komast svo snemma annars kl. 17. Ekið verður um Skeið, Flúðir, Tungufell, Svínanes, Kerlingafjöll og þaðan í Setrið en þeir sem leggja síðar af stað fara sem leið liggur um Kjöl og Kerlingafjöll í Setur. Á laugardegi verður farið í göngu og skoðunarferð um nágrenni Kerlingafjalla austanverðra, og endað í sameiginlegri grillmáltíð að kvöldi dags. Á sunnudegi verður farið niður með Þjórsá um Gljúfurleit, og Gljúfurleitarfoss og/eða Dynkur skoðaðir.

Skáli 4×4 í Setri er frátekinn fyrir Jörfí þessa helgi og þar er öll aðstaða hin besta. Verð vegna gistingar verður tilkynnt síðar. Þátttaka í sumarferð tilkynnist Þóru Karlsdóttur, thorakarls@gmail.com.

Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum flytur Ólafur Ingólfsson erindi um ísaldarjökulinn á Íslandi og Hallgrímur Magnússon segir frá fjögurra vikna skíðaferð um austurfjöll Grænlands.

Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.