Nálægt mánaðarmótunum maí-júní ár hvert stendur JÖRFÍ fyrir vorferð, umfangsmikilli rannsóknarferð á Vatnajökul. Í þessum ferðum taka þátt 20-25 manns. Er hluti hópsins vísindamenn frá ýmsum rannsóknastofnunum eða háskólum en meirihlutinn er yfirleitt sjálfboðaliðar. Ferðin stendur yfirleitt í um viku en stundur lengur ef mikil verkefni liggja fyrir, t.d. í kjölfar eldgosa í Grímsvötnum. Í þessum ferðum er unnið að margháttuðum rannsóknum, einkum á Grímsvötnum og umhverfi þeirra, en þau eru virkasta eldstöð Íslands auk þess að vera eitt öflugasta jarðhitasvæði landsins og þaðan koma Skeiðarárhlaup. Allar helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á Grímsvötnum og nágrenni hafa farið fram í vorferðum JÖRFÍ. Vorferðir hófust 1953 og hafa staðið óslitið síðan.
Vorið 2016 styrktu Vinir Vatnajökuls Jöklarannsóknafélagið og þátttöku fjögurra stúdenta og einnar listakonu í vorferð félagsins. Jöklarannsóknafélagið og styrkþegar þakka Vinum Vatnajökulsins fyrir stuðninginn en frekar upplýsingar um vorferðirnar og styrkþegana er að finna hér: Styrkur frá Vinum Vatnajökuls 2016