Sumarferð að Langasjó
Sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður farin að Langasjó 6.-8. júlí eins og áður var auglýst í fréttabréfi félagsins. Lagt verður af stað á hádegi á föstudegi frá Select Vesturlandsvegi og farið á einkabílum, og miðað er við að koma að Langasjó síðla dags. Gist verður í tjöldum við skála Útivistar við Sveinstind en fararstjóri í ferðinni og leiðsögumaður verður Jósef Hólmjárn. Við Langasjó er ýmislegt að skoða og er ætlunin að eyða laugardeginum í gönguferð um svæðið, mögulega um Sveinstind, Fögrufjöll eða útfallið en það ræðst af áhuga. Á sunnudeginum verður ekið í rólegheitum frá Langasjó og staldrað við á áhugaverðum stöðum eins og tími og áhugi leyfir. Skráning í ferðina fer fram á netfanginu: sumarferd@gmail.com, eða hjá Hálfdáni Ágústssyni í síma 8659551. Frekari upplýsingar um dagskrá sumarferðarinnar birtast munu birtast hér á heimasíðu félagsins.