Streymt frá aðalfundi í kvöld.

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Streymt verður frá fundinum fyrir kaffihlé, en ekki verður hægt að greiða atkvæði. Hlekkur á streymið: „https://eu01web.zoom.us/j/65541794022„.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum og kaffihléi verður sýnd heimildakvikmyndin, “Hinn stóri samhljómur sandsins“ sem lýsir hinni stórbrotnu náttúru Breiðamerkursands. Myndinni verður hins vegar ekki streymt. Gunnlaugur Þór Pálsson er leikstjóri en hann er einnig höfundur ásamt Þorvarði Árnasyni. Framleiðendur eru Sjónhending og Loftslagssjóður. Í myndinni eru m.a. notuð kort og þrívíddargögn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Vatnajökulsþjóðgarði og Veðurstofu Íslands. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Loftslagssjóður styrktu gerð myndarinnar. Hægt er að sjá myndbrot úr hinum stóra samhljóm sandsins hér: „ https://vimeo.com/597439676„.