Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Ekkert verður af seinkaðri afmælis-sumarferð félagsins í Jökulheima þetta árið sökum covid og óvissu í kringum samkomutakmarkanir á undanförnum vikum og mánuðum.
Við stefnum ótrauð á veglega skemmtilega ferð í Jökulheima næsta sumar.
Jöklafréttabréfið fyrir 2020 er komið út (það fimmta í röðinni) og komið á sinn stað á vef Veðurstofu Íslands frettabref-joklar-newsletter-glaciers-iceland-2020.pdf (vedur.is). Þar er greint frá helstu niðurstöðum jöklamælinga ársins 2020. Fréttabréfið er á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar“ og unnið í samvinnu Veðurstofu Íslands, Jöklahóps Jarðvísindastofnunar Háskólans, Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs og fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Sumarferð JÖRFÍ verður farin í Jökulheima um Verslunarmannahelgina. Félagsmenn, vinir og fjölskyldur eru velkomin með í ferðina. Mætt er í Jökulheima föstudaginn 30. júlí og munum við dvelja þar til mánudagsins 2. ágúst.
Skrá þarf sig í ferðina fyrir 26. júlí, með tölvuskeyti á thorakarls@gmail.com eða í síma Þóru 866-3370. Við skráninguna þarf að taka fram hvort óskað sé eftir að gista í skála, eða hvort gist verði í tjaldi. Innifalið í hóflegu skráningargjaldi er gúllassúpu á föstudagskvöldi og lamba-grillveisla eitt helgarkvöldanna, göngu- og hjólaleiðsögn um leiðir sem henta öllum aldurshópum í nærsvæði Jökulheima, og dansiball á pallinum undir stjórn skífuþeytara hússins. Skráningargjaldið er kr. 3.000,- fyrir fullorðna, og greiða ber fyrir brottför á reikning: 525-26-110641, kennitala: 180653-2959.
Í ferðinni munum við fara yfir sögu Jökulheima og hvernig Jöklarannsóknafélagið byggði þessa bækistöð fyrir Vatnajökulsferðir. Við skoðum sögu hörfunar Tungnaárjökuls frá því að hann náði lengst fram í litlu ísöldinni um 1890 og hvernig jöklar og eldvirkni hafa mótað þetta eyðilega en ægifagra svæði sem fyrir 100 árum var einn afskekktasti og minnst þekkti hluti Íslands.
Farið verður á einkabílum og leitast verður við að veita þeim far sem ekki hafa bíl sem kemst með góðu móti inn í Jökulheima. Brottför er áætluð úr Reykjavík föstudaginn 30. júlí kl. 16 og lagt verður upp frá aðstöðu Veðurstofu Íslandas að Vagnhöfða 25. Fari fólk fyrr af stað og hyggur á að hitta hópinn annars staðar þá má gjarnan láta fararstjóra vita.