Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Undanfarin tvö ár hefur afkoma verið mæld á Mýrdalsjökli eftir nokkuð stopular mælingar árin á undan. Í fyrra fór stór hópur á jökulinn og boraði 3 holur sem náðu 9, 10 og 12 metra dýpi sem er svipað og árið á undan.
Í ár verður haldið í hefðina og aftur mælt á Mýrdalsjökli. Ferðin er kjörinn vettvangur til að kynnast starfsemi JÖRFÍ og öllum er frjálst að mæta og taka þátt. Ætlunin er að fara dagsferð á Mýrdalsjökul laugardaginn 9. maí. Ef veður verður óhagstætt verður leitað færis sunnudaginn 10. maí.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hálfdán með tölvupósti á halfdana@gmail.com eða í síma 865-9551. Fólk er hvatt til þess að hafa samband sem fyrst, hvort sem þeir eru eigendur jöklatækja eða eru farlausir en þá reynum við að finna laus sæti hjá samferðarmönnum okkar.
Út er komin bókin Geographic Names of Iceland´s Glaciers: Historic and modern. Höfundar verksins eru Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. og er það gefið út af bandarísku jarðfræðistofnuninni (U.S. Geological Survey).
Á aðalfundi félagsins í febrúar sl. var félögum fært eintak af bókinni. Þá sýndi Oddur Sigurðsson flugmyndir af jöklum og fjallaði um nöfn þeirra.
Vert er að færa sérstakar þakkir til höfunda bókarinnar og útgefanda, enda um tímamótaverk að ræða, sem félagar fá nú notið beint í æð.
Eintak af verkinu fæst hér (http://store.usgs.gov/b2c_usgs/b2c/start/(xcm=r3standardpitrex_prd&carea=0000000135&citem=00000001350000000023)/.do)
The Icelandic Glaciological Society and its members are very grateful to Oddur Sigurðsson, Richard S. Williams, Jr. and the USGS for their generous gift of this impressive book describing the history of the names of our Icelandic glaciers.
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl:20:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands.
Efni fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundarstörfum mun Oddur Sigurðsson sýna flugmyndir af ýmsum jöklum hér á landi og ræða um nöfn þeirra, en nýlega kom út bók í Bandríkjunum um nöfn íslenskra jökla. Oddur er annar tveggja höfunda bókarinnar.