Loading
Jöklarannsóknafélag Íslands
  • Forsíða
  • Félagið
    • Fundargerðir
    • Lög
    • Senda fyrirspurn
    • Skráning í félagið
    • Stjórn og nefndir
    • Gögn
    • Styrktarreikningur
    • Kúnstir náttúrunnar
    • Grímsvatnagrallari
    • Innra svæði
      • Lokað svæði stjórnar
      • Lokað svæði vefara
    • Fréttayfirlit
  • Rannsóknir
    • Jöklarannsóknir
    • Sporðamælingar
    • Grímsvötn
    • Vorferðir á Vatnajökul
    • Styrkur Vina Vatnajökuls til vorferðar 2016
    • Almennur fróðleikur
    • Hlekkir
  • Skálar og ferðalög
    • Bókanir í skála
    • Hut booking
    • Skálar JÖRFÍ
      • Breiðá
      • Esjufjöll
      • Fjallkirkja á Langjökli
      • Goðahnjúkar
      • Grímsfjall
      • Jökulheimar
      • Kverkfjöll
  • Fréttabréf
    • 2011-2022
    • 2009-2011
    • 2006-2008
    • 2001-2006
    • 1991-2001
    • 1984-1991
  • Jökull
  • Myndir & myndbönd
    • Vorferð JÖRFÍ 2007
  • Search
  • Menu

Nothing Found

Sorry, no posts matched your criteria

Viðhaldsferð í Jökulheima

10. ágúst 2009/in Fréttir /by halfdana

Næstkomandi helgi 14. – 16. ágúst verður farið í viðhaldsferð inn í Jökulheima undir forystu skálanefndamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að leggja land undir fót og pensla á þök geta nálgast frekari upplýsinga hjá Guðbirni (Bubba) formanni skálanefndar í síma 8977946.

Nefndin

http://gamli.jorfi.is/wp-content/uploads/2019/03/JORFILOGOOO.jpg 0 0 halfdana http://gamli.jorfi.is/wp-content/uploads/2019/03/JORFILOGOOO.jpg halfdana2009-08-10 12:34:372009-08-12 14:19:11Viðhaldsferð í Jökulheima

Sumarferð í Lakagíga 3. – 5. júlí

16. júní 2009/in Fréttir /by hannakata

Sumarferð JÖRFÍ verður farin í Lakagíga dagana 3.- 5. júlí. Lagt verður af stað frá Reykjavík seinni hluta föstudags og ekið í Blágil, þar sem við verðum með höfuðstöðvar – bæði tjaldstæði og skála.
Farið verður um Lakagígasvæðið á laugardeginum, gangandi og akandi.
Heimferð eftir krókaleiðum á sunnudag.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ágústi Hálfdánssyni (894-5257) eða á sumarferd@gmail.com.

http://gamli.jorfi.is/wp-content/uploads/2019/03/JORFILOGOOO.jpg 0 0 hannakata http://gamli.jorfi.is/wp-content/uploads/2019/03/JORFILOGOOO.jpg hannakata2009-06-16 11:56:352009-08-10 12:33:48Sumarferð í Lakagíga 3. - 5. júlí

Vorferð JÖRFÍ 29. maí – 6. júní 2009

15. júní 2009/in Fréttir /by hannakata

Lagt var upp í hina árlegu rannsóknarferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul frá Reykjavík föstudagskvöldið 29. maí. Aðfararnótt laugardags var gist í Jökulheimum og haldið síðan sem leið lá um Tungnaárjökul á Grímsfjall í skýjuðu en aðgerðarlitlu veðri.

Jöklarauður léttur á sér.

Jöklarauður léttur á sér.

Á hvítasunnudag lá leiðin beint í Kverkfjöll þar sem fjögurra manna hópur varð eftir og dvaldi við mælingar fram á þriðjudagskvöld. Mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, hófust rannsóknir í Grímsvötnum og víðar á jöklinum. Næstu daga var farið á Bárðarbungu, Hamarinn, Háubungu og víðar, auk þess sem lítill hópur fór á snjóbíl og vélsleðum til íssjármælinga á Öræfajökli. Veðurblíða var flesta dagana. Fyrir vikið gekk vinna á jöklinum vel og það tókst að ljúka þeim verkefnum sem áformuð voru. Vatnshæð Grímsvatna er með lægsta móti, aðeins 1355 m.y.s. svo þau leka enn og ekki von á umtalsverðum hlaupum þaðan vegna jarðhitabráðnunar á næstu misserum. Afkoma vetarins var í góðu meðallagi. GPS landmælingar gengu mjög vel og í þetta sinn tókst að setja upp nýjan mælipunkt á dálitlum hrygg norðan Esju í Esjufjöllum.

Hugað að úrkomumæli á Grímsfjalli.

Hugað að úrkomumæli á Grímsfjalli.

Grímsvötn og reyndar jökullinn allur voru vetrarlegri en oft áður. Við vorum frekar snemma á ferðinni en tíðarfar í maí hefur ekki ýtt undir leysingu ofan til á jöklinum. Fyrir vikið voru húsin á Grímsfjalli hálfgrafin í snjó þegar komið var á fjallið og náðist ekki að moka frá þeim nema að hluta.

Uppsetning mælitækja að kvöldlagi í Grímsvötnum

Uppsetning mælitækja að kvöldlagi í Grímsvötnum

Þátttakendur í ferðinni voru alls 29, þar af voru 7 yfir hvítasunnuhelgina en tveir bættust við á miðvikudegi. Farartæki voru snjóbíll HSSR, Ford bíll JÖRFÍ, auk nokkurra annarra bíla og vélsleða. Landsvirkjun og Vegagerðin styrkja ferðina með því að leggja til farartæki og styrk fyrir eldsneyti.

Magnús Tumi.

http://gamli.jorfi.is/wp-content/uploads/2019/03/JORFILOGOOO.jpg 0 0 hannakata http://gamli.jorfi.is/wp-content/uploads/2019/03/JORFILOGOOO.jpg hannakata2009-06-15 21:10:562009-08-10 12:33:34Vorferð JÖRFÍ 29. maí – 6. júní 2009
Page 62 of 70«‹6061626364›»
  • Félagið
  • Skráning í félagið
  • Rannsóknir
  • Sporðaköst.is
  • Senda fyrirspurn
  • Bókanir í skála
  • Hut booking
Allur réttur áskilinn - Jöklarannsóknafélagi Íslands 2021
Scroll to top