Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Næstkomandi helgi 14. – 16. ágúst verður farið í viðhaldsferð inn í Jökulheima undir forystu skálanefndamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að leggja land undir fót og pensla á þök geta nálgast frekari upplýsinga hjá Guðbirni (Bubba) formanni skálanefndar í síma 8977946.
Nefndin
Sumarferð JÖRFÍ verður farin í Lakagíga dagana 3.- 5. júlí. Lagt verður af stað frá Reykjavík seinni hluta föstudags og ekið í Blágil, þar sem við verðum með höfuðstöðvar – bæði tjaldstæði og skála.
Farið verður um Lakagígasvæðið á laugardeginum, gangandi og akandi.
Heimferð eftir krókaleiðum á sunnudag.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ágústi Hálfdánssyni (894-5257) eða á sumarferd@gmail.com.
Lagt var upp í hina árlegu rannsóknarferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul frá Reykjavík föstudagskvöldið 29. maí. Aðfararnótt laugardags var gist í Jökulheimum og haldið síðan sem leið lá um Tungnaárjökul á Grímsfjall í skýjuðu en aðgerðarlitlu veðri.
Á hvítasunnudag lá leiðin beint í Kverkfjöll þar sem fjögurra manna hópur varð eftir og dvaldi við mælingar fram á þriðjudagskvöld. Mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, hófust rannsóknir í Grímsvötnum og víðar á jöklinum. Næstu daga var farið á Bárðarbungu, Hamarinn, Háubungu og víðar, auk þess sem lítill hópur fór á snjóbíl og vélsleðum til íssjármælinga á Öræfajökli. Veðurblíða var flesta dagana. Fyrir vikið gekk vinna á jöklinum vel og það tókst að ljúka þeim verkefnum sem áformuð voru. Vatnshæð Grímsvatna er með lægsta móti, aðeins 1355 m.y.s. svo þau leka enn og ekki von á umtalsverðum hlaupum þaðan vegna jarðhitabráðnunar á næstu misserum. Afkoma vetarins var í góðu meðallagi. GPS landmælingar gengu mjög vel og í þetta sinn tókst að setja upp nýjan mælipunkt á dálitlum hrygg norðan Esju í Esjufjöllum.
Grímsvötn og reyndar jökullinn allur voru vetrarlegri en oft áður. Við vorum frekar snemma á ferðinni en tíðarfar í maí hefur ekki ýtt undir leysingu ofan til á jöklinum. Fyrir vikið voru húsin á Grímsfjalli hálfgrafin í snjó þegar komið var á fjallið og náðist ekki að moka frá þeim nema að hluta.
Þátttakendur í ferðinni voru alls 29, þar af voru 7 yfir hvítasunnuhelgina en tveir bættust við á miðvikudegi. Farartæki voru snjóbíll HSSR, Ford bíll JÖRFÍ, auk nokkurra annarra bíla og vélsleða. Landsvirkjun og Vegagerðin styrkja ferðina með því að leggja til farartæki og styrk fyrir eldsneyti.
Magnús Tumi.