Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Athygli er vakin á ráðstefnu til heiðurs Sigfúsi Johnsen jöklafræðingi sem haldin verður í lok ágúst næstkomandi í tilefni af 70 ára afmæli Sigfúsar. Áður var ráðgert að halda ráðstefnuna í lok apríl en henni frestað vegna áhrifa eldgoss í Eyjafjallajökli á samgöngur.
Sigfús Johnsen eðlis- og jöklafræðingur við Hafnarháskóla er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga um þessar mundir. Hann hefur starfað að borunum og rannsóknum á ískjörnum úr Grænlandsjökli um 40 ára skeið og hafa þær skilað einstökum niðurstöðum um loftslagssögu Norðurhvels Jarðar sl. 125.000 ár.
Ráðstefnan er skipulögð í sameiningu af Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Veðurstofu Íslands og Dansk-íslenska félaginu.
Helgi Björnsson hlaut þann 10. febrúar Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir bók sína Jöklar á Íslandi.
Helgi er vel að verðlaununum komin enda bókin mikið og glæsilegt rit, byggt á áratuga rannsóknum Helga og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands og víðar. Í henni er lýst „jöklum þessa lands og sambúð þjóðarinnar við þá frá upphafi byggðar til okkar daga, hvernig jöklar hafa mótað landið og eytt. Bókin segir sögu þekkingaröflunar og skilnings á jöklum frá því fyrst var farið að rannsaka þá fram til nútímarannsókna. Rakin eru spor löngu horfinna jökulbreiða, hulunni svipt af landinu undir jöklum Íslands og greint frá líklegri framtíð þeirra,“ eins og segir í tilkynningu bókaútgáfunnar.
Myndefni er fjölbreytt enda Helgi ötull og snjall ljósmyndari en auk þess eru í bókinni fjöldi skýringarmynda, landakort, gervihnattarmyndir og þrívíð kort af landslagi undir jöklum sem nú birtast í fyrsta sinn almenningi á prenti.
Þeim sem ekki hafa landað eintaki af þessu merka riti er bent á að hafa samband við bókaútgáfuna Opnu, Skipholti 50b, s.578-9080, opna(hjá)opna.is
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn
23. febrúar 2010 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Efni fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundarstörfum sýna Gísli og Freyr Jónssynir myndir
úr leiðangri á Suðurskautslandið í nóvember síðastliðinn.
Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna í nýútkomnu fréttabréfi sem má nálgast hér.