Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Nú hefjast gönguferðir GJÖRFÍ á ný og annað kvöld, þriðjudaginn 4. október, verður gengið á Úlfarsfell. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá bílastæðinu við Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Munið vasa- eða ennisljós.
Ferðir GJÖRFÍ verða aðra hverja viku og eftir tvær vikur er stefnt á gönguferð um Heiðmörk.
Um næstu helgi er vinnuferð í Jökulheima. Vinnufúsar hendur eru sem fyrr velkomnar og Bubbi veitir frekari upplýsingar í síma: 8977946.
Hugað verður að árlegri haustferð í Jökulheima síðar í haust er dregið hefur úr mesta öskufjúkinu á svæðinu.
Vegna óhagstæðrar veðurspár verður hætt við sumarferð að Langasjó helgina 1.-3. júlí. Athugað verður hvort næsta helgi bjóði upp á betra veður en nánari upplýsingar birtast á vefnum þegar nær dregur.