Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Við minnum á haustfund félagsins sem haldinn verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, annað kvöld, þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Á fundinum mun Sigurður Steinþórsson segja frá ævi og störfum Sigurðar Þórarinssonar og Halldór Ólafsson segja frá jökla- og fjallaferðum með Sigurði (ranghermt var um myndasýningu í fréttabréfi).
Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.
Gönguferðir GJÖRFÍ eru hafnar aftur að hausti. Ferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskrá haustsins er hér að neðan. Munið ennisljósin!
Dags. | Áfangastaður | Brottför |
23. okt. | Heiðmörk | Borgarstjóraplan |
6. nóv. | Fossvogsdalur | Borgarspítalinn, þyrlupallsmegin |
20. nóv. | Laugardalur | Gló á Engjateig |
4. des. | Grafarvogur | Grafarvogskirkja |
18.des | Öskjuhlíð | Hótel Loftleiðir. Biti á Hótel Natura að göngu lokinni |
8. jan. | Rauðavatn | Morgunblaðshöllin |
22. jan. | Seltjarnarnes og Grótta | Bílastæði við Gróttugranda |
Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér.
Haustfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.