Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér.
Haustfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 22. október kl. 20. Í tilefni útgáfu bókarinnar „Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar“ þá verður fjallað um vá af völdum jarðskjálfta og eldgosa á Íslandi og sýndar myndir af eldstöðvum og gosum í jöklum. Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.
Opinn fundur – Bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs
11. október kl. 12–13 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Jöklafélögum er boðið á opinn fund þar sem stjórnendur og íslenskir þátttakendur evrópska rannsóknarverkefnisins ice2sea kynna niðurstöður sínar. Markmið verkefnisins var að endurbæta spár um þau áhrif sem bráðnun jökla hefur á hækkun sjávarborðs.
Dagskrá:
12.00 – Ari Trausti Guðmundsson setur fundinn.
12.05 – Stjórnandi ice2sea, David Vaughan , British Antarctic Survey, kynnir niðurstöður verkefnisins.
12.20 – Guðfinna Aðalgeirsdóttir , dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „ice2sea og svæðisbundnar breytingar á sjávarborði“.
12.30 – Helgi Björnsson , vísindamaður emeritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Jöklabreytingar á Íslandi frá lokum 19. aldar“.
12.40 – Pallborðsumræður undir stjórn Ara Trausta Guðmundssonar.
13.00 – Fundarlok.
Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram yfir áramót er hér að neðan. Munið ennisljósin!
Dags. | Áfangastaður | Brottför |
1. okt. | Urriðavatn | Toyota hjá IKEA |
15. okt. | Ástjörn | N1, Hafnarfirði |
29. okt. | Seltjarnarnes | Smábátahöfnin Seltjarnarnesi |
12. nóv. | Elliðaárdalur | Rafveituheimilið |
26. nóv. |
Öskjuhlíð | Nauthóll |
10. des. | Álafosskvosin | Select Vesturlandsvegi |
7. jan. | Rauðavatnshringur | Morgunblaðshúsinu |