Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, til sumars 2016. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin!
15. sept. 2015 | Mosfell | Select Vesturlandsv. |
29. sept. 2015 | Elliðavatn, Heiðmörk | Select Vesturlandsv. |
13. okt. 2015 | Hafravatn | Select Vesturlandsv. |
27. okt. 2015 | Guðmundarlundur | Vífilsstaðir |
10. nóv. 2015 | Laugardalur | Áskirkja |
24. nóv. 2015 | Elliðaárdalur | Toppstöðin |
8. des. 2015 | Rauðavatn | Select Vesturlandsv. |
22. des. 2015 | Varmá Álafoss | Select Vesturlandsv. |
5. jan. 2016 | Öskjuhlíð | Perlan |
19. jan. 2016 | Fossvogsdalur | Borgarspítalinn að austan |
2. feb.2016 | Grandi Þúfa | Sjóminjasafnið bakatil |
16. feb. 2016 | Nauthólsvík | Nauthóll |
1. mars 2016 | Kópavogsdalur | Digraneskirkja |
15. mars 2016 | Heiðmörk Vífilstaðahlíð | Heiðmerkurhlið |
29. mars 2016 | Úlfarsfell | Skógrækt, Hamrahlíð |
12. apr.2016 | Hvaleyrarvatn | N1 Hafnarfirði |
26. apr. 2016 | Garðaholt og Hleinar | Hrafnista Hafnarfirði |
10. maí 2016 | Dyradalir | Select Vesturlandsv. |
24. maí 2016 | Straumur | N1 Hafnarfirði |
7. júní 2016 | Dyradalir | Select Vesturlandsv. |
21. júní 2016 | Kringum Helgafell | N1 Hafnarfirði |
Enn eru nokkur pláss laus. Áætlað er að fólk mæti á Mývatn á fimmtudagskvöldinu 6. ágúst. Farið verður í rútu úr Mývatnssveit á föstudagsmorgni. Gist verður í skála og tjöldum í Herðubreiðarlindum í tvær nætur. Áætlað er að fara einn dag að nýja hrauninu og annað daginn að svipast um í Öskju, en þar varð mikið berghlaup í júlí á síðasta ári. Á flæðunum sunnan Öskju verður nýja hraunið skoðað en það er það stærsta sem myndast hefur á Íslandi síðan í Skaftáreldum. Það teygir sig yfir 18 km frá gígunum langleiðina austur að Svartá. Upp úr hrauninu stíga gufumekkir þar sem það rann yfir lindasvæði og undan jaðrinum renna volgir lækir. Í ferðinni verða þessir staðir skoðaðir og hugað að gígum, hraunbrúnum og spáð í hvernig svæðið muni þróast eftir þessar miklu landbreytingar. Fararstjóri er Magnús Tumi Guðmundsson.
Við munum gista í Herðubreiðarlindum. Nokkur pláss eru laus í skála en aðrir munu gista í tjöldum. Þáttökugjald er 15.000 kr. en það rennur upp í kostnað við rútuna, kol í sameiginlegt grill seinna kvöldið. Skála og gistigjöld borgar hver fyrir sig. Þeir sem vilja vera í skála eru beðnir að láta vita, því aðeins er pláss fyrir hluta hópsins í húsi. Hver kemur með sitt nesti, m.a. eitthvað á grillið á laugardagskvöldinu. Þeir sem ekki hafa þegar tilkynnt þátttöku geta gert það á fyrir föstudag 24. júlí með tölvupósti (mtg hjá hi.is eða thorakarls hjá gmail.com).
ferðanefndin