Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Eins fram kom í síðasta fréttabréfi verður samráðs- og fræðslufundur um sporðamælingar Jörfi haldinn þann 19. nóvember næstkomandi, sama dag og árshátíð félagsins.
Fundurinn verður á 3. hæð í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, og er dagskrá hans er eftirfarandi:
14:00 Skafti Brynjólfsson: Saga Drangajökuls á nútíma
14:30 Snævarr Guðmundsson: Breytingar á skriðjöklum sunnanverðs Vatnajökuls frá lokum Litlu ísaldar
15:00 Oddur Sigurðsson: Nýhorfnir jöklar
15:15 Tómas Jóhannesson: Risarnir eru farnir að bæra á sér. Hraðvaxandi breytingar á Grænlandsjökli og Suðurskautsjöklinum
15:30 Bergur Einarsson: Sporðamælingar Jörfi og vefurinn spordakost.is
15:45 Tómas Jóhannesson: Framtíðarfyrirkomulag sporðamælinga Jöklarannsóknafélagsins
16:00 Umræður í hálfa til eina klst.
Frekari upplýsingar má finna í nýútkomnu fréttabréfi Jörfí sem nálgast má
hér.
Allir félagar Jörfi og aðrir áhugamenn um jökla og jöklabreytingar eru velkomnir á fræðslufundinn og þeir sem vilja geta jafnframt tekið þátt í umræðum á eftir um framtíðarfyrirkomulag mælinganna. Minnisblað með hugleiðingum um framtíðarfyrirkomulag mælinganna er að finna hér.
Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóvember. Hátíðin hefst að venju með fordrykk klukkan 18:00 en fordrykkurinn verður að þessu sinni hjá Ellingsen. Að fordrykk loknum þá ekur rúta með árshátíðargesti að veislustaðnum þar sem við tekur hefðbundin hátíðardagskrá. Veglegir happdrættisvinningar.
Miðaverði er í hóf stillt, aðeins kr. 6.500,-. Miðar fást hjá Leifi Þorvaldssyni í Hellu í Hafnarfirði, Tómasi Jóhannessyni á Veðurstofu Íslands og Finni Pálssyni á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Endilega takið daginn frá fyrir mesta fjör ársins!
Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 25. október kl. 20:00.
Á fundinum mun Ívar Örn Benediktsson segja frá rannsóknum sínum á landmótun og sögu Múlajökuls. Að kaffihléi loknu sýinr Gunnlaugur Þór Pálsson nýja íslenska heimildamynd „Jöklaland – veröld breytinga“. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.