Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 2. maí kl. 20:00.
Magnús Tumi Guðmundsson mun fjalla um Grímsvötn, eldgosin og jarðhitann þar, og tilveru jöklahúsa á tindi virkasta eldfjalls Íslands. Einnig verður sýnd kvikmyndin: „Jökull – húsið á fjallinu“, gerð af Sigmundi Ríkharðssyni og Jóni Kjartanssyni um flutning skála á Grímsfjall 1987. Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar þrjár, gamlar, stuttmyndir um ferðir og rannsóknir á vatnajökli.
Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins
Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern mánudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á haust er hér að neðan.
Dags. | Áfangastaður | Brottför |
27. feb. | Heiðmörk Vífilstaðahlíð | Heiðmerkurhlið |
13. mars | Rauðavatn | Morgunblaðshúsið |
27. mars | Garðaholt og Hleinar | Hrafnista Hafnarfirði |
10. apr. | Hafravatn / Reykjaborg | Select Vesturlandsv. |
24. apr. | Búrfellsgjá | N1 Hafnarfirði |
8. maí | Tröllafoss | Select Vesturlandsv. |
22. maí | Kringum Helgafell | N1 Hafnarfirði |
Sumarfrí | ||
21. ágúst | Dyradalir | Select Vesturlandsv. |
4. sept. | Straumur | N1 Hafnarfirði |
18. sept. | Úlfarsfell | Skógrækt, Hamrahlíð |