Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Sunnudaginn 9. júní lauk vorferð JÖRFÍ á Vatnajökul, þeirri 67. í röðinni, en fyrsta ferðin var farin 1953. Ferðin gekk mjög vel og okkur tókst að leysa af hendi öll verkefni sem áætlað var að vinna. Ferðin skiptist í fyrri og seinni hóp. Fyrri hópurinn var á ferðinni 29. maí – 4. júní, en sá seinni 4.-9. júní. Farið var um Skálafellsjökul en ekki Tungnaárjökul eins og venja er. Ástæðan er sú að Tungnaárjökull hefur hopað svo mikið að framan á síðustu árum að framan við hann er nú komin samfelld slétta með aurbleytu sem er ófær flestum farartækjum. Óvíst er hvernig verður á næstu árum, en vonandi finnst leið svo hægt sé að halda áfram ferðum um Jökulheima, enda er sú leið helmingi styttri frá Reykjavík en leiðin um Skálafellsjökul.
Klikkið á „read more“ til að lesa meira og sjá myndir.
Sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélagsins halda áfram reglubundnum afkomumælingum á Mýrdalsjökli. Næsta mælingaferð er fyrirhuguð helgina 18. – 19. maí, en tímasetning er háð veðurspá og verður dagur ákveðinn þegar nær dregur þessari helgi. Félagar í JÖRFÍ eru velkomnir með á jökla-bifreiðum sínum en reynt verður að skipa þeim í laus sæti sem ekki komast á eigin farartæki. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Eyjólf Magnússon (eyjolfm@hi.is) eða Hrafnhildi Hannesdóttur (hh@vedur.is).
Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Á fundinum ræða Hrafnhildur Hannesdóttir og Snævarr Guðmundsson í máli og myndum um breytingar á skriðjöklum Vatnajökuls á Suðausturlandi og landbreytingar framan þeirra frá lokum 19. aldar.
Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.