Nothing Found
Sorry, no posts matched your criteria
Sorry, no posts matched your criteria
Að þessu sinni heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund heldur verður haldinn veffundur þar sem streymt verður erindi Joaquín Belart um afkomu íslenskra jökla á tímabilinu 1945 – 2017. Streymið hefst á morgun, þriðjudagskvöld, kl. 20. Til að tengjast er smellt á tengilinn hér að neðan í vafra, ýmist á tölvu eða snjalltæki. Á snjalltæki getur þurft að hlaða niður zoom-appinu áður en tenging verður virk, en skilaboðin þess efnis ættu þá að birtast þegar smellt er á tengilinn. Auðkennisnúmer fundar og aðgangsorð eru einnig hér að neðan en ekki ætti að vera nauðsynlegt að nota þau.
Erindið sjálft fer fram á ensku en glærur eru að mestu á íslensku. Við bendum á að gerð verður upptaka að erindinu og verður hún aðgengileg um einhvern tíma af vefsíðu félagsins.
Joaquín Belart,
afkoma 14 íslenskra jökla á tímabilinu 1945 – 2017
kl. 20:00, 5. maí 2020.
Tengill: „https://eu01web.zoom.us/j/69211072780?pwd=Vm9MVW45b1VuMHdyUFNNS0RSR25sUT09„
Meeting ID: 692 1107 2780
Password: 232323
Vegna Covid-19 og takmarkana á samkomum þá heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund. Þess í stað verður fræðsluerindi Joaquín Muñoz-Cobo um jöklabreytingar 1945 – 2017 streymt á netinu. Streymið hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 5. maí 2020, og verður erindið aðgengilegt um tíma eftir að beinu streymi lýkur. Leiðbeiningar um hvernig tengjast á streyminu verða birtar hér á vefsíðunni þegar nær dregur.
Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00.
Að loknum aðalfundarstörfum þá mun Halldór Ólafsson segja í máli og myndum frá upphafsárum félagsins, Jóni Eyþórssyni stofnanda þess og því fólki sem með honum starfaði.
Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.