Önnur gönguferð GJÖRFÍ
Forkólfar GJÖRFÍ vilja minna á aðra gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður annað kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 24. maí. Gengið verður um Búrfellsgjá í Heiðmörkinni og fararstjóri verður Magnús Hallgrímsson. Gangan hefst kl. 18 við bílastæði við Hjallaenda, en til að komast þangað þarf að fara framhjá Vífilsstöðum, suður fyrir Vífilsstaðavatn og inn í Heiðmörkina. Sem fyrr verður gönguferðin á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta.
Lesefni um göngusvæðið má t.d. nálgast hér.