Magnús Hallgrímsson – Jarðarför

Magnús Hallgrímsson, heiðursfélagi og varaformaður JÖRFÍ til margra ára, lést 88 ára gamall þann 8. nóvember síðastliðinn.  Jarðarför hans er frá Fríkirkjunni í dag, 18. nóvember kl. 13.  Beint streymi frá jarðarförinni  má sjá hér:https://youtu.be/KxMixDhARJg
eða hér:rb.gy/oxxkil

Jöklarannsóknafélagið þakkar Magga Hall fyrir áratuga framlag og vottar fjölskyldu hans samúð.

Maggi Hall í Grímsvötnum í vorferðinni 2013, fimmtíu árum eftir að hann fór sína fyrstu vorferð.