JÖRFÍ í Lestinni á Rás 1

Í tilefni 70 ára afmælis Jöklarannsóknafélagsins verður fjallað um félagið næstu fimmtudaga í Lestinni á Rás 1. Í pistlunum mun Anna Marsibil ræða við fólk um félagið, ferðir, rannsóknir, sovét og vatikanið. Pistlaröðin hefst á fimmtudaginn kemur 8. október með viðtali við Magnús Tuma, formann. Þættirnir verða aðgengilegir á hlaðvarpi Rúv og jafnvel lengri útgáfa viðtalanna á heimasíðu Jörfí. Pistlarnir eru afmælisgjöf Rúv til Jörfí. Allir að stilla á Rás 1 á fimmtudag kl. 17.03!