Haustfundur JÖRFÍ í kvöld
Við minnum á haustfund JÖRFÍ kl. 20 í kvöld, í Öskju, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Fundinum verður einnig streymt á netinu, og hlekkurinn hér á eftir opnast stuttu fyrir fundinn: „https://eu01web.zoom.us/j/63571036479„.
Á fundinum mun Guðfinna Aðalgeirsdóttir kynna helstu niðurstöður er varða Ísland, jöklabreytingar og sjávarstöðubreytingar, úr nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Eftir kaffihlé munu Hrafnhildur Hannesdóttir og Oddur Sigurðsson segja sögu sporðamælinga JÖRFÍ. Frekari upplýsingar eru í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.