Haustfundur annað kvöld

Við minnum á haustfund félagsins sem haldinn verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, annað kvöld, þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Á fundinum mun Sigurður Steinþórsson segja frá ævi og störfum Sigurðar Þórarinssonar og Halldór Ólafsson segja frá jökla- og fjallaferðum með Sigurði (ranghermt var um myndasýningu í fréttabréfi).

Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.