Haustferð í Jökulheima
Hefðbundin 13. septemberferð Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheima verður farin aðra helgi, 14.-16. september. Brottför er kl. 18 á föstudagskvöldi frá Select Vesturlandsvegi og farið verður á einkabílum. Á föstudagskvöldi verður ekið í Jökulheima þar sem gist verður í húsum félagsins. Laugardagurinn verður nýttur í að fara á slóðir Tröllahrauns, sem myndaðist í gosi 1862-64. Verkefni sunnudagsins ráðast af veðri, áhuga þátttakenda og dyntum fararstjóra sem verður Magnús Tumi Guðmundsson. Hálfdán Ágústsson sér um að taka á móti skráningum og fyrirspurnum í netfangið: sumarferd@gmail.com, eða í síma 8659551 svíki netið viðkomandi. Frekari upplýsingar um dagskrá ferðarinnar birtast munu birtast á heimasíðu félagsins: „http:“.