GJÖRFÍ til sumars 2015

Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, fram á mitt sumarið 2015. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin!

Dags. Áfangastaður Brottför
3. feb. Vatnsmýri / Tjörnin Askja
17. feb. Grandi – Þúfa Sjóminjasafnið
3. mars Fossvogsdalur Borgarspítali austanmegin
17. mars Rauðavatn Morgunblaðshúsið
31. mars Álftanes Gerðasafn
14. apríl Gróttuviti Við Gróttu
28. apríl Vífilstaðahlíð Heiðmerkurhlíð sunnanmegin
12. maí Geldinganes Við eyðið
26. maí Kringum Helgafell Gerðasafn / Kaldársel
9. júní Jósefsdalur / Eldborgir Select Vesturlandsvegi
23. júní Straumsvík Gerðasafn / Straumur
7. júlí Ölkelduháls / Klambragil Select Vesturlandsvegi