GJÖRFÍ

Gönguferðir GJÖRFÍ eru hafnar aftur að hausti. Ferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskrá haustsins er hér að neðan. Munið ennisljósin!

Dags. Áfangastaður Brottför
23. okt. Heiðmörk Borgarstjóraplan
6. nóv. Fossvogsdalur Borgarspítalinn, þyrlupallsmegin
20. nóv. Laugardalur Gló á Engjateig
4. des. Grafarvogur Grafarvogskirkja
18.des Öskjuhlíð Hótel Loftleiðir. Biti á Hótel Natura að göngu lokinni
8. jan. Rauðavatn Morgunblaðshöllin
22. jan. Seltjarnarnes og Grótta Bílastæði við Gróttugranda