Fyrsta gönguferð GJÖRFÍ í vor

Við minnum á fyrstu gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður í kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 10. maí. Brottför er kl. 18 frá Straumi við Straumsvík. Gönguferðin mun vera létt og á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta.

Forkólfar GJÖRFÍ vísa í þessa vefsíðu til frekari fróðleiks um göngulandið.