Fyrirlestrar annað kvöld um Grímsvatnahlaup og skjálftamælingar á Vatnajökli

Við minnum á fjarfundinn annað kvöld, miðvikudaginn 19. janúar, kl. 20 – 22.

Eyjólfur Magnússon mun segja frá Grímsvatnahlaupi sem varð í lok árs 2021 og Kristín Jónsdóttir ásamt Sölva Þrastarsyni segja frá óhefðbundnum jarðskjálftamælingum með ljósleiðara á Grímsfjalli. Í upphafi fundarins verður nýr vefur tímaritsins Jökuls formlega opnaður og virkni hans kynnt. Nánari upplýsingar eru í fyrri tilkynningu hér að neðan.

Fundinum verður einungis streymt á netinu, og hlekkurinn hér á eftir opnast stuttu fyrir fundinn: „https://eu01web.zoom.us/j/66705211352„. Hægt er að tengjast fundinum með Zoom hugbúnaði í t.d. síma eða tölvu.