Dagskrá GJÖRFÍ í vetur
Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra
færi og eru að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í forsvari
fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir.
Dagskrá vetrarins, til febrúar 2018 er hér að neðan. Skammdegis-
göngurnar verða aðallega á upplýstum göngustígum, en þó gott að hafa
ennisljós og hálku-/mannbrodda með í för.
| Dags. | Áfangastaður | Brottför |
| 2. nóv. | Fossvogsdalur | Borgarspítali að austan |
| 16. nóv. | Vatnsmýri og tjörnin | Norræna húsið |
| 30. nóv. | Laugarnes | Íslandsbanki Kirkjusandi |
| 14. des. | Álafosskvosin | Shell Select |
| 4. jan. | Laugardalur | Áskirkja |
| 18. jan. | Kópavogsdalur | Digraneskirkja |
| 1. feb. | Nauthólsvík | Nauthóll |
| 15. feb. | Korpúlfsstaðir | Korpúlfsstaðir |
