Dagskrá GJÖRFÍ í vetur

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra
færi og eru að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í forsvari
fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir.

Dagskrá vetrarins, til febrúar 2018 er hér að neðan. Skammdegis-
göngurnar verða aðallega á upplýstum göngustígum, en þó gott að hafa
ennisljós og hálku-/mannbrodda með í för.

Dags. Áfangastaður Brottför
2. nóv. Fossvogsdalur Borgarspítali að austan
16. nóv. Vatnsmýri og tjörnin Norræna húsið
30. nóv. Laugarnes Íslandsbanki Kirkjusandi
14. des. Álafosskvosin Shell Select
4. jan. Laugardalur Áskirkja
18. jan. Kópavogsdalur Digraneskirkja
1. feb. Nauthólsvík Nauthóll
15. feb. Korpúlfsstaðir Korpúlfsstaðir