Árshátíð 2010 – 60 ára afmæli Jöklarannsóknafélagsins

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldinn 13.nóvember næstkomandi. Hátíðin hefst kl.18:00 í húsnæði Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavík.  Þar verður stutt dagskrá og veitingar í boði Veðurstofunnar.  Upp úr klukkan 19:00 verða gestir fluttir með rútu Guðmundar Jónassonar í veislusal Þróttar í Laugardalnum, þar sem dagskrá hefst kl.20:00.

Jöklarannsóknafélagið fagnar 60 ára afmæli sínu um þessar mundir og dagskráin því venju fremur vegleg, gamlir félagar heiðraðir, söngur, myndasýningar, tónlist, sælkeramatur og ekki síst dufl og dans.

Stjórn félagsins hefur slegið skjaldborg um buddu félagsmanna og valið niðurfærsluleið. Miðaverði er því mjög stillt í hóf eða aðeins 5.000 krónur.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og fagna tímamótunum saman.

Miða er hægt að fá hjá eftirfarandi sölumönnum:

Leifur Jónsson (Heiðarlundi 6 – 210 Garðabæ, Húsasmiðjan þriðjudagsmorgni, fimmvh(hjá)simnet.is,
Jósef Hólmjárn (Veðurstofan, Bústaðavegur 6, Reykjavík);josef(hjá)vedur.is
Hlynur Skagfjörð Pálsson (húsnæði HSSR, Malarhöfði 6, Reykjavík), hlynursp(hjá)gmail.com,
Hálfdán Ágústsson (Grensásvegur 9 Reykjavík), halfdana(hjá)hi.is
Grétar Már Þorvaldsson (Málmsteypan Hella, Kaplahraun 5, Hafnarfjöður), gretar(hjá)hella.is
Finnur Pálsson Askja, Náttúrafræðahús Sturlugata 7, Reykjavík, fp(hjá)raunvis.hi.is

Nánari upplýsingar að fá hjá skemmtinefnd:  Ágúst Hálfdánarson (agust(hjá)glertaekni.is – s:894-5257) Valgerður Jóhannsdóttir (valgerdurjoh(hjá)simnet.is – s:899-9340), Eríkur Lárusson (raflost(hjá)hotmail.com)

Afmælisárshátíð JÖRFÍ 13. nóvember

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin 13. nóvember næstkomandi. Hún verður í góðum sal miðsvæðis í Reykjavík, en greint verður nánar frá tilhögun á haustfundinum og hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Þann 22. nóvember eru sextíu ár frá því félagið var stofnað og árshátíð því með veglegra sniði en alla jafna. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og fagna tímamótunum.

Haustfundur JÖRFÍ 26. október

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn
26.október 2010 kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Efni fundarins: „Sprungur á jöklum kortlagðar.“ Snævarr Guðmundsson

Myndasýning: Magnús Hallgrímsson sýnir myndir af fólki á jökli

Nánari umfjöllun um efni fundarins má nálgast í glóðvolgu fréttabréfi JÖRFÍ sem má nálgast hér.

Sprungusvæði á Hagafellsjökli í október 2010. Mynd: Snævarr Guðmundsson

Sprungusvæði á Hagafellsjökli í október 2010.
Mynd: Snævarr Guðmundsson.

Fréttabréf JÖRFÍ – október 2010

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ hefur litið dagsins ljós og má nálgast hér.

Byggingarvinna í Jökulheimum

Vinna við stækkun nýja skála í Jökulheimum er hafin. Undirstöður voru steyptar í maí og fimmtudaginn 12. ágúst næstkomandi verður hafist handa við viðbygginguna sjálfa, ef veður leyfir. Allir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg (eða hamar) er velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Kynngimagnað umhverfi og skemmtilegur félagskapur í vinnulaun.

Þeir sem vilja aðstoða við skálabygginguna er beðnir að hafa samband við Guðbjörn Þórðarsson í síma 897-7946 eða á netfangið bubbipipari@simnet.is.

Eins fram kom í síðasta fréttabréfi verður skálinn stækkaður um 28 fermetra til austurs og þar verður svefnpláss fyrir 16 manns í 8 tvíbreiðum kojum.

Byggingarnefndin