Gönguferðir GJÖRFÍ vor og sumar 2012

Dags Hvert Mæting
13.mars Álftanesið austanvert Bessastaðakirkju kl. 18:00
27.mars Seltjarnarnes, Grótta Bílastæði við Gróttu kl. 18:00
10.apríl Elliðavatn, Þinganes/Guðmundarlundur Select Vesturlandsvegi kl. 18:00
21.apríl laugard. Hvalfjörður Select Vesturlandsvegi kl.10:00
1.mai, verkalýðsd. Reykjanes, vítt og breitt með viðkomu á kaffihúsi í Grindavík Nesti í Fossvogi kl. 10:00
15.mai Kaldársel og Valahnjúkar Bílastæði við Kaldársel kl. 18:00
29.maí Hafravatn Select Vesturlandsvegi kl. 18:00
12.júní Mosfell Select Vesturlandsvegi kl. 18:00
  SUMARFRÍ TIL 14. ÁGÚST.  
14.ágúst Mosfellsheiði/Seljabrekka, Helgufoss Select Vesturlandsvegi kl. 18:00
28.ágúst Þingvellir – Skógarkot Select Vesturlandsvegi kl. 18:00

Hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn og þeirra fólk.
Stjórn GJÖRFÍ.

Nýtt fréttabréf og aðalfundur

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn 21. febrúar. Nánar um efni fundarins í nýju fréttabréfi félagsins sem nú er aðgengilegt hér.

Ferðaplan GJÖRFÍ vorið 2012

Kæru félagar.

Ágætisþáttaka var í gönguferðum GJÖRFÍ síðastliðið ár. Vildum þó gjarnan sjá fleiri félaga, alltaf gaman að svitna saman þó ekki sé í gufunni.

Nefndin

 

Ferðaplan GJÖRFÍ vorið 2012
—————————
Dags:            Tími:     Ferð:                     Mæting;
Þri. 10.jan.    kl. 18    Rauðavatn             MBL
Þri. 24.jan.    kl. 18    Elliðarárdalur         Sprengisandur.
Þri. 7.feb.      kl. 18    Heiðmörk               Vífilstaðahlíð, hlið
Lau. 18.feb.  kl. 10    Stíflisdalur             Select Vesturl.veg
Þri. 28.feb.    kl. 18    Bláfjöll                   Select Vesturl.veg
Athugið að síðustu ferðinni hefur verið frestað um viku en hún var áður á dagskrá 21. febrúar og féll þá saman við aðalfund félagsins.

Munið höfuðljósin og gönguskíðin ef skíðafæri verður gott. Athugið að dagskráin er með fyrirvara um mögulegar breytingar.

Gönguferð GJÖRFÍ um nágrenni Álafosskvosar

Á morgun, þriðjudaginn 13. desember, mun GJÖRFÍ ganga um nágrenni Álafosskvosarinnar í Mosfellsbæ. Brottför er frá bílastæðinu í kvosinni kl. 18:00, sem er 30 mínútum síðar en áður var auglýst í fréttabréfinu. Kíkt verður á kaffihúsið í kvosinni eftir gönguna. Munið ennisljósin!

Gönguferð GJÖRFÍ um Grafarvoginn

GJÖRFÍ mun á morgun, þriðjudaginn 29. nóvember ganga um Grafarvoginn. Brottför er frá Eiðsgranda við Geldinganes kl. 17:30.