Haustferð í Jökulheima

Hefðbundin 13. septemberferð Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheima verður farin aðra helgi, 14.-16. september. Brottför er kl. 18 á föstudagskvöldi frá Select Vesturlandsvegi og farið verður á einkabílum. Á föstudagskvöldi verður ekið í Jökulheima þar sem gist verður í húsum félagsins. Laugardagurinn verður nýttur í að fara á slóðir Tröllahrauns, sem myndaðist í gosi 1862-64. Verkefni sunnudagsins ráðast af veðri, áhuga þátttakenda og dyntum fararstjóra sem verður Magnús Tumi Guðmundsson. Hálfdán Ágústsson sér um að taka á móti skráningum og fyrirspurnum í netfangið: sumarferd@gmail.com, eða í síma 8659551 svíki netið viðkomandi. Frekari upplýsingar um dagskrá ferðarinnar birtast munu birtast á heimasíðu félagsins: „http:“.

Vegna fráfalls Vilhjálms Freys Jónssonar

Ágætu félagar

Vegna fráfalls Vilhjálms Freys Jónssonar hafa vinir og félagar Freysa beðið Kristjönu eftirlifandi eiginkonu hans um að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna.

Ef þú/þið viljið votta samúð ykkar með því að leggja inn á reikninginn þá eru upplýsingar um númerið hér fyrir neðan.

Ef þú / þið þekkið einhverja sem þekktu Freysa og eru líklegir til þess að vilja votta samúð með þessum hætti, vinsamlega sendið þessar upplýsingar áfram.

Kristjana Harðardóttir
Kt 080159-2509
Reikningur 323-13-2827

Myndbönd úr vefmyndavél í Kverkfjöllum

Á vefslóðinni https://vimeo.com/icevolcano eru áhugaverð myndbönd úr vefmyndavélum sem settar voru upp í Kverkfjöllum í byrjun júní. Myndböndin sýna m.a. myndir síðustu þriggja vikna á 1-3 mínútum. Áhugavert er að fylgjast með hvernig ísinn brotnar upp í Hveradal, stækkandi vök og breytilegri gufuvirkni auk reglulegrar snjókomu. Eins má sjá gífurlegt sandfok á flæðunum norðan Dyngjujökuls og áhugavert skýjafar.

Veðurspá sumarferðar

Veðurspá helgarinnar er hagstæð sumarferðinni. Búast má við að hlýjast verði austan- og suðaustanlands, og þar eru mestar líkur á björtu og þurru veðri.

Frekari fréttir af sumarferð

Brottför í sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður næsta föstudag kl. 14 frá Select Vesturlandsvegi, en farið er á einkabílum. Þeir sem hyggjast mæta í sumarferðina eru beðnir um að senda stutt tölvuskeyti þess efnis á: „sumarferd@gmail.com“.

Fyrirhuguð dagskrá er eins og áður var auglýst. Komið verður að Langasjó síðla föstudags og gist verður í tjöldum við skála Útivistar við Sveinstind en fararstjóri í ferðinni og leiðsögumaður verður Jósef Hólmjárn. Laugardagurinn verður nýttur í gönguferð um svæðið, t.d. um Sveinstind, Fögrufjöll eða útfallið en það ræðst af áhuga og stemmningu. Gert er ráð fyrir að aka í rólegheitum heimleiðis á sunnudag, skoða áhugaverða staði og velja skemmtilegar leiðir.

Minnum einnig á tilboð frá Vinum Vatnajökuls, sjá hér að neðan.