Gönguferðir GJÖRFÍ

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á sumarið er hér að neðan. Munið ennisljósin og gönguskíðin eftir því sem við á!

Dags. Áfangastaður Brottför
5. feb. Kársnes Nesti Fossvogi
19. feb. Elliðaárdalur Félagsheimili
5. mars Bláfjöll Shell Vesturlandsvegi, skíðaganga
19. mars Rauðhólar Shell Vesturlandsvegi
6. apríl Auglýst síðar Skíðaganga, brottför kl. 10 á laugardegi
16. apríl Hvaleyrarvatn N1 við lækinn í Hafnarfirði
30 apríl Keilir N1 við lækinn í Hafnarfirði
18. maí Suðurstrandarv. Nesti Fossvogi kl. 10 á laugardegi
28. maí Úlfarsfell Shell Vesturlandsvegi
11. júní Viðey Sundahöfn, tímasetning auglýst síðar
Sumarfrí
20. ágú. Helgufoss Shell Vesturlandsvegi

Ráðstefna til heiðurs Helga Björnssyni sjötugum nk. laugardag

Í tilefni af sjötugsafmæli Helga Björnssonar jöklafræðings í desember s.l. höfum við vinir og vinnufélagar Helga ákveðið að halda stutta ráðstefnu honum til heiðurs, laugardaginn 12. janúar næstkomandi.

Ráðstefnan er haldin í samráði við erlenda samstarfsmenn Helga sem munu fjalla um jöklarannsóknir í fortíð og framtíð. Fyrirlestrar verða á ensku. Erlendur titill ráðstefnunnar er: „Northern Hemisphere Glaciers: Past, Present and their Future Fate“.

Ráðstefnan verður haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir.

Dagskrá erinda og veggspjalda er í viðburðadagatali HÍ, og hér

Áslaug Geirsdóttir, Bryndís Brandsdóttir, Gísli Már Gíslason og Gwenn Flowers.

Jólakveðja

Kæru félagar,

Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát mannsins míns Vilhjálms Freys.

Kveðja,
Kristjana Harðardóttir og fjölskylda

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð JÖRFÍ verður haldin laugardaginn 10. nóvember. Fordrykkurinn í ár er í boði Landsvirkjunar og hefst klukkan 18:00 að Háaleitisbraut 68. Rúta frá Guðmundi Jónassyni mun flytja gesti á sjálfan veislustaðinn sem að þessu sinnu er ÖRlítið fyrir utan höfuðborgina og mun því rútan flytja okkur aftur í bæinn að veisluhaldi loknu kl.1:00.

Miðinn kostar kr. 5.500,- og hefst miðasalan 23. okt. Miða má nálgast hjá Finni í Öskju (525-4936), Grétari í málmsteypunni Hellu hf Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði (898-5988), Hálfdáni (865-9551) eða Tómasi á Veðurstofunni og hjá skemmtinefnd sem einnig veitir allar nánari upplýsingar um árshátíðina; Ágúst Þór (695-3310), Hlín (849-6198) og Snævarr (897-7976). Miðar verða einnig til sölu á haustfundi félagsins.

Haustfundur annað kvöld

Við minnum á haustfund félagsins sem haldinn verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans, annað kvöld, þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Á fundinum mun Sigurður Steinþórsson segja frá ævi og störfum Sigurðar Þórarinssonar og Halldór Ólafsson segja frá jökla- og fjallaferðum með Sigurði (ranghermt var um myndasýningu í fréttabréfi).

Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.