Vorfundur og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 2. maí kl. 20:00.

Magnús Tumi Guðmundsson mun fjalla um Grímsvötn, eldgosin og jarðhitann þar, og tilveru jöklahúsa á tindi virkasta eldfjalls Íslands. Einnig verður sýnd kvikmyndin: „Jökull – húsið á fjallinu“, gerð af Sigmundi Ríkharðssyni og Jóni Kjartanssyni um flutning skála á Grímsfjall 1987. Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Aðalfundur JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar þrjár, gamlar, stuttmyndir um ferðir og rannsóknir á vatnajökli.

Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins

Dagskrá GJÖRFÍ til hausts 2017

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern mánudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á haust er hér að neðan.

Dags. Áfangastaður Brottför
27. feb. Heiðmörk Vífilstaðahlíð Heiðmerkurhlið
13. mars Rauðavatn Morgunblaðshúsið
27. mars Garðaholt og Hleinar Hrafnista Hafnarfirði
10. apr. Hafravatn / Reykjaborg Select Vesturlandsv.
24. apr. Búrfellsgjá N1 Hafnarfirði
8. maí Tröllafoss Select Vesturlandsv.
22. maí Kringum Helgafell N1 Hafnarfirði
Sumarfrí
21. ágúst Dyradalir Select Vesturlandsv.
4. sept. Straumur N1 Hafnarfirði
18. sept. Úlfarsfell Skógrækt, Hamrahlíð

Árshátíð og fræðslufundur um sporðamælingar JÖRFÍ þann 19. nóv.

Við minnum á árshátíð JÖRFÍ sem haldin verður næstkomandi laugardag, 19. nóvember.

Auglýsing - Árshátíð JÖRFÍ 2016


Eins fram kom í síðasta fréttabréfi verður samráðs- og fræðslufundur um sporðamælingar Jörfi haldinn þann 19. nóvember næstkomandi, sama dag og árshátíð félagsins.

Fundurinn verður á 3. hæð í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, og er dagskrá hans er eftirfarandi:

14:00 Skafti Brynjólfsson: Saga Drangajökuls á nútíma
14:30 Snævarr Guðmundsson: Breytingar á skriðjöklum sunnanverðs Vatnajökuls frá lokum Litlu ísaldar
15:00 Oddur Sigurðsson: Nýhorfnir jöklar
15:15 Tómas Jóhannesson: Risarnir eru farnir að bæra á sér. Hraðvaxandi breytingar á Grænlandsjökli og Suðurskautsjöklinum
15:30 Bergur Einarsson: Sporðamælingar Jörfi og vefurinn spordakost.is
15:45 Tómas Jóhannesson: Framtíðarfyrirkomulag sporðamælinga Jöklarannsóknafélagsins
16:00 Umræður í hálfa til eina klst.

Frekari upplýsingar má finna í nýútkomnu fréttabréfi Jörfí sem nálgast má
hér.

Allir félagar Jörfi og aðrir áhugamenn um jökla og jöklabreytingar eru velkomnir á fræðslufundinn og þeir sem vilja geta jafnframt tekið þátt í umræðum á eftir um framtíðarfyrirkomulag mælinganna. Minnisblað með hugleiðingum um framtíðarfyrirkomulag mælinganna er að finna hér.

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóvember. Hátíðin hefst að venju með fordrykk klukkan 18:00 en fordrykkurinn verður að þessu sinni hjá Ellingsen. Að fordrykk loknum þá ekur rúta með árshátíðargesti að veislustaðnum þar sem við tekur hefðbundin hátíðardagskrá. Veglegir happdrættisvinningar.

Miðaverði er í hóf stillt, aðeins kr. 6.500,-. Miðar fást hjá Leifi Þorvaldssyni í Hellu í Hafnarfirði, Tómasi Jóhannessyni á Veðurstofu Íslands og Finni Pálssyni á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Endilega takið daginn frá fyrir mesta fjör ársins!