Það styttist í árshátíð JÖRFÍ!

Nú eru einungis fjórir dagar til stefnu í partý ársins: Árshátíð JÖRFÍ!

Fjallakofinn býður í fordrykk í útibúi sínu í Kringlunni og er mæting kl. 18 á laugardaginn 17. nóvember. Þaðan mun svo rúta frá Guðmundi Jónassyni keyra okkur að árshátíðarsalnum.

Til þess að allir geti drukkið sinn uppáhalds drykk skal hver og einn koma með eigin veigar fyrir sig. Þeir sem vilja geta gerst vildarvinir barsins með því að leggja fram flösku í sameiginlega barinn fyrir til dæmis þá sem misreikna drykkjarlöngun sína.

Miðaverð er kr. 6.500, – og miðar eru til sölu hjá Dísu í Öskju (s. 525-5862) og Baldri á Veðurstofunni (s. 773-4045). Innifalið eru fordrykkur, rúta til salarins, dýrindis kvöldverður, happdrættismiði og frábær skemmtun.

Haustfundur 6. nóvember

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum munu Halldór Geirsson og Kristín Jónsdóttir fjalla um Öræfajökul og ókyrrðina sem í honum hefur verið undanfarið ár. Eftir kaffihlé mun Katla Sigríður Magnúsdóttir vera með myndasýningu frá vorferð JÖRFÍ í júní 2018, m.a. frá Öræfajökli og Bárðarbungu.

Skemmtinefnd JÖRFÍ minnir á árshátíð Jöklarannsóknafélagsins sem haldin verður laugardaginn 17. nóvember!

Nánar um efni haustfundarins og árshátíðina í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð JÖRFÍ 17. nóvember!

Árshátíð JÖRFÍ 17. nóvember