Entries by Katla

Magnús Hallgrímsson – Jarðarför

Magnús Hallgrímsson, heiðursfélagi og varaformaður JÖRFÍ til margra ára, lést 88 ára gamall þann 8. nóvember síðastliðinn.  Jarðarför hans er frá Fríkirkjunni í dag, 18. nóvember kl. 13.  Beint streymi frá jarðarförinni  má sjá hér:https://youtu.be/KxMixDhARJgeða hér:rb.gy/oxxkil Jöklarannsóknafélagið þakkar Magga Hall fyrir áratuga framlag og vottar fjölskyldu hans samúð.

Fyrirlestur Finns og Þorsteins 17.11.

Þriðjudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 20:00 munu Finnur Pálsson (Jarðvísindastofnun Háskólans) og Þorsteinn Þorsteinsson (Veðurstofu Íslands) flytja erindi sem ber titilinn Afkoma jökla á Íslandi. Eins og áður verður erindið flutt rafrænt en hlekkurinn á streymið opnar kl. 19:45 á https://eu01web.zoom.us/j/62587026560.  Ágrip fyrirlestursins Afkoma jökla á Íslandi Afkoma jökuls segir til um hvort jökullinn rýrnar eða eykst […]

Fyrirlestur Helga þriðjudaginn 20.10.

Fjarfundur JÖRFÍ þriðjudag 20. október kl. 20-21:Helgi Björnsson – fyrirlestur JÖRFÍ: Ísland undir jökliAðgangur opnar kl. 19:45. Hér er hlekkur á myndbandið: https://youtu.be/mSTqwJbpBxI. Þriðjudaginn 20. október næst komandi kl. 20:00 mun Helgi Björnsson jöklafræðingur flytja erindi sem ber titilinn Ísland undir jökli. Eins og áður er erindið flutt rafrænt á Zoom en hlekkur á streymið […]