Entries by hrafnha

Vorfundur og opnun jöklavefsjár

Sunnudaginn 20. mars kl.14 verður ný Jöklavefsjá (islenskirjoklar.is) opnuð í stjörnuverinu í Perlunni. Helgi Björnsson og Oddur Sigurðsson jöklafræðingar opna Jöklavefsjána en auk þeirra munu sérfræðingar Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans og Landsvirkjunar fjalla um jöklamælingar, sýna ljósmyndir af jöklum og fara yfir virkni vefsjárinnar og gögn sem hún sýnir. Að kynningum loknum mun Hilmar Malmquist […]

Verkefnið „Hörfandi jöklar“

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að miðlun upplýsingum um jökla og loftslagsbreytinga í gegnum verkefnið Hörfandi jöklar,  í samstarfi Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins, Vatnajökulsþjóðgarðs, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Náttúrustofu Suðausturlands og Gagaríns. Ein af afurðum þess verkefnis er fræðslubæklingur sem gefur innsýn í þær breytingar sem hlýnandi loftslag hefur á skriðjökla Vatnajökuls.  Bæklingurinn er á íslensku og […]

skálinn að Breiðá tekinn í gegn um Verslunarmannahelgina

Nokkrir félagar JÖRFÍ halda austur í sveitir um helgina og ætla að dytta að elsta skála félagsins á Breiðamerkursandi. Einnig stendur til að setja upp GPS tæki á sporði Breiðamerkurjökuls og kortleggja nokkra jökulgarða í sýslunni. Hvetjum félagsmenn til þess að líta við, leggja mat á framkvæmdirnar og fagna góða veðrinu.