Sumarferð JÖRFÍ – Kerlingarfjöll 27. – 29. júní 2008
Lagt verður í hann á föstudagskvöldi kl. 19 frá Select-bensínstöðinni við Höfðabakkabrúnna og ekið sem leið liggur í Kerlingarfjöll. Gist verður í tjöldum við Ásgarð og helginni varið í að skoða svæðið undir léttri jarðfræðileiðsögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar. Heimkoma er ætluð síðdegis á sunnudegi. Það verður gengið og ekið um svæðið eins og við á […]