Entries by hannakata

Sumarferð JÖRFÍ – Kerlingarfjöll 27. – 29. júní 2008

Lagt verður í hann á föstudagskvöldi kl. 19 frá Select-bensínstöðinni við Höfðabakkabrúnna og ekið sem leið liggur í Kerlingarfjöll. Gist verður í tjöldum við Ásgarð og helginni varið í að skoða svæðið undir léttri jarðfræðileiðsögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar. Heimkoma er ætluð síðdegis á sunnudegi. Það verður gengið og ekið um svæðið eins og við á […]

Vorfundur JÖRFÍ

Vorfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl í Öskju, náttúrufræðahúsi kl. 20. Flutt verður erindi um rannsóknir í Skaftárkötlum og fjallað um Kerlingafjöll í máli og myndum. Sjá nánari umfjöllun í nýjasta fréttabréfi.

Aðalfundur JÖRFÍ 2008

Aðalfundur JÖRFÍ 2008 verður haldinn þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20 í náttúrufræðahúsi, Öskju. Að fundi loknum verður Finnur Pálsson með myndasýningu. Sjá nánar í fréttabréfi 110.